RICKY NELSON (81)

Ein skærasta tónlistarstjarna Bandaríkjanna um og eftir miðja síðustu öld hefði orðið 81 árs í dag. Ricky Nelson keppti við Presley í plötusölu og varð svo vinsæll að hann fékk hlutverk í kvikmyndinni Rio Bravo með þeim John Wayne og Dean Martin. Og hann varð svo ríkur að hann keypti notaða einkaþotu sem því miður hrapaði með hann og hljómsveit hans en þá var Ricky Nelson aðeins 45 ára.

Auglýsing