RIBBALDAR VIÐ REYNISVATN

    Hjördís Líney og trjáskemmdirnar.

    Skemmdir hafa verið unnar á trjágróði við Reynisvatn í Grafarholti þar sem er vinsælt útivistarsvæði. Óprúttnir aðilar hafa gert sér að leik að tálga trjábörkin og stefna þar með lífi trjánna í hættu:

    “Þetta finnst mér alveg ótrúlega illa gert og virkilega sorglegt, að drepa fullkomlega heilbrigt tré hérna í skóginum okkar hjá Reynisvatni fyrir ekkert,” segir Hjördís Líney Aðalsteinsdóttir íbúi í Grafarholti.

    Auglýsing