Úr Ráðhúsinu:
—
Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur tekið saman upplýsingar um hlutfall kynja í nefndum ráðum og stjórnum Reykjavíkurborgar. Samkvæmt 15. grein jafnréttislaga nr.10 frá 2008 skal þess gætt að hlutfall kynja sé sem jafnast í nefndum ráðum og stjórnum á vegnum ríkis og sveitarfélaga og skal hlutfall annars kynsins ekki vera minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða
Þegar kynjahlutföll aðalmanna og varamanna eru tekin saman hjá Reykjavíkurborg eru þau ekki í samræmi við 15. greinina í ellefu tilvikum.
Hins vegar þykir það gleðiefni hversu jafnt hlutfallið er þegar á heildina er litið. Hlutfall kvenna sem eru borgarfulltrúar og aðalmenn í borgarráði, nefndum og stjórnum hjá borginni eru konur 53% og karlar 47%. Þegar hlutfall aðalmanna og varamanna er tekið saman þá er hlutfallið það sama eða konur 53% og karlar 47%.