REVÍA EN ENGINN RÁÐHERRA

  Persónur og leikendur.

  Kirkjuþing var sett við hátíðlega athöfn í Bústaðakirkju á laugardag.
  Nú bar svo við í fyrsta sinn, að ráðherra kirkjumála ávarpaði ekki þingið né nokkur fulltrúi hans og enginn slíkur heiðraði samkomuna með nærveru sinni. Mun það vera einhvers konar undirstrikun á aðskilnaði ríkis og kirkju sem sumum er annt um.

  Hins vegar söng Örn Arnarson leikari lög úr gömlum revíum, gestum til nokkurrar undrunar. Mun hann hafa hlaupið í skarðið fyrir Kristján Jóhannsson.
  Þótti sumum rétt að hann hermdi eftir  Áslaugu Örnu kirkjumálaráðhera en ekki varð af því.

  Auglýsing