REGÍNA OG ENGLARNIR

Regína Magdaleana opnar sýningu Gallerí Göngum Háteigskirkju á laugardaginn. Á sýningunni opnar Regína gátt inn á heim engla og sakleysi barnsins sem mætast í eilífð alheimsins. Sýningin heitir “Gáttir II – Englar” / “Portals II – Angles” 

Verk Reginu eiga sér uppruna í dulúðlegum upplifunum hversdagsleikans. Hún miðlar til okkar minningum úr öðrum víddum tilverunar. Þau minna okkur á að lífið er ekki einskorðað við ytri aðstæður og að hver manneskja er samsett af ótal upplifunum sem eru ekki endilega öðrum sjáanlegar.

Aðeins um Regínu: Hún var búsett á Ítalíu í 7 ár en kom svo til Íslands í listnám. Regína hefur alltaf verið með sterkar tengingar til Ítalíu, en hún bjó í Napólí um tíma og talar góða ítölsku. Árið 1998 lýkur hún námi við málaradeild í MHÍ og tekur kennsluréttindi í LHÍ 2003. Veturinn 2006 til 2007 stundaði hún nám í málaradeild Accademia di Belle arti di Napoli á Ítalíu. Áhrif ítalska, klassíska málverksins gætir í litum, áferð og formum verka hennar sem þó endurspegla íslenska dulúð og hulduheima.
Auglýsing