REFUR SLÆR HEIMSMET Í FERÐALAGI

    Refurinn á gangi - ferðaglaður í meira lagi.

    Ungur heimskautarefur hefur vakið undrun og furðu vísindamanna með því að ferðast 3,500 kíómetra frá Noregi til Kanada á aðeins 76 dögum. Refurinn lagði upp frá Spitsbergen, stærstu eyju Svalbarðasklasa milli meginlands Noregs og Norðurpólsins, til Ellesmere eyju í Kanada.

    Vísindamenn hjá Pólarstofnun Noregs, sem sett höfðu gervihnattasendi á refinn, segja þetta lengsta ferðalag refs sem skráð hefur verið – 46,3 kílómetrar á dag að meðaltali en mest 155 kílómetrar þegar rebbi rauk yfir Grænlandsísinn.

    Auglýsing