RAUÐI ÞRÁÐUR ÖGMUNDAR

    Ögmundur Jónasson fyrrum ráðherra situr nú við skriftir og er að ganga frá bók sem út kemur í haust. Rauði þráðurinn heitir bókin og fjallar um stjórnmálaþátttöku Ögmundar sem spannaði áratugi. Þarna kennir ýmissa grasa um menn og málefni, erjur og sættir, vonir og drauma og sitthvað fleira.

    Rauði þráðurinn verður gefin út af bókaforlagi Bjarna Harðarsonar á Selfossi.

    Ögmundur Jónasson var alþingismaður Reykvíkinga 1995–2003 (Alþýðubandalagið og óháðir, þingflokkur óháðra, Vinstrihreyfingin – grænt framboð), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2007–2016 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

    Heilbrigðisráðherra 2009, dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2010, innanríkisráðherra 2011–2013.

    Auglýsing