RASSINN UPP OG HAUSINN AÐ SANDINUM

Fuglaljósmyndari með fugl.

“Jaðrakan, einn til tveir fuglar hafa haft vetursetu á Höfn undanfarin ár. Myndin er tekin 14. febrúar í Óslandi á Höfn, það kom einhver styggð að fuglunum og þá er betra að setja rassinn upp og hausinn að sandinum,” segir Brynjúlfur Brynjólfsson, þrautþjálfaður fuglaljósmyndari.

Íslenskir jaðrakanar hafa vetrardvöl í Vestur-Evrópu suður til Portúgals og Spánar og eitthvað í Marokkó, nyrst í Afríku, en flestir á Írlandi. Íslenski jaðrakaninn (undirtegundin L.l. islandica) er á norður- og vesturmörkum útbreiðslusvæðis tegundarinnar, sem verpir dreift um Vestur- og Mið-Evrópu, aðallega í Hollandi og austur um Rússland.

Auglýsing