RASÍSKI RAFVIRKINN AFTUR Á FERÐ Í BREIÐHOLTSLAUG

  Fréttaritari í Breiðholti:

  Rasíski rafvirkinn sem lenti í deilu við útlending í Breiðholtslaug fyrir skemmstu – og hér var greint frá –  heldur áfram uppteknum hætti í heita pottinum og nú vill hann ekki að konur fái meiri völd, þær höndli það ekki. Þegar ung kona mótmælti honum fékk hún að heyra að allt of mikið af konum væru of feitar og bætti svo í:

  “Unga  kona, þú er örugglega 20 kíóum of feit. Þú þarft að skokka meira og minnka matarskammtinn.”

  Ungu konunni, sem sat hinu megin í pottinum á tali við vin sinn, var ekki skemmt og fóru þau beinustu leið upp úr. Eftir sat rafvirkinn og glotti.

  Fitufordómar  eru miklir í sundlaugum landsins. Þar gantast, helst eldri karlmenn, með feitt fólk. Í Breiðholtslaug má oft heyra karla, fastagesti síðdegis, hæðast að útliti fólks sér til skemmtunar. Virðast ekki hafa um annað að ræða.

  Auglýsing