RANNVEIG OG HILMAR VILJA BYGGJA Á NJÁLSGÖTU

Hjónin og lóðin á Njálsgötu þar sem á að byggja.

Athafnahjónin Rannveig Eir Einarsdóttir og Hilmar Þór Kristinsson hafa sótt um að byggja 5 hæða fjölbýlishúss með 8 íbúðum við Njálsgötu 60. Málið var tekið fyrir hjá byggingarfulltrúa í gær. Kerfisbréfið hljóðar svo:

“Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fimm hæða fjölbýlishús, einangrað að utan og klætt málmklæðningu með 8 íbúðum á lóð nr. 60 við Njálsgötu.Stærð, A-rými: 592,8 ferm., 1.685,4 rúmm.B-rými: 27,8 ferm.Samtals: 620,6 ferm. Frestað. Vísað til athugasemda.”

Rannveig rek­ur Sand­hót­el á Laugavegi við hlið og yfir Verslun Guðsteins sem þau seldu fyrir skemmstu. Hilmar var sjóðsstjóri Kaupþings á meðan það var og hét fyrir hrun. Þau eiga einnig golfhermi út á Fiskislóð og stofnuðu til þess Golffélagið – sjá hér.

Auglýsing