RÁNDÝR FLÆKINGUR

  Á fleygiferð framhjá Hvalneskirkju.
  Þorfinnur.

  “Allt er þegar þrennt er. Í morgun gerði ég þriðju tilraun til að sjá Arnheiðir (Northern harrier / Circus hudsonius) sem sást á fyrst Reykjanesinu 9. október,” segir listaljósmyndarinn Þorfinnur Sigurgeirsson.

  Ég var nýbúinn að koma mér fyrir við Hvalsneskirkju og var að skópa tjörnina sem er þar skamt frá þegar fuglinn flýgur bókstaflega fyrir augun á mér. Ég var fljótur að leggja frá mér skópið og þrífa upp myndavélina og náði nokkrum myndum, en aðstæður til myndatöku voru vægast sagt hræðilegar – dumbungur og rigning. Þetta er fyrsti flækingurinn sem ég sé af ætt ránfugla.”

  Nærmynd af Circus hudsonius.
  Auglýsing