RAGNAR SETUR COVID ANDLÁT Í SAMHENGI VIÐ ANDLÁT ALMENNT

    Íslenskir fjölmiðlar verða að hætta að spyrja bara spurninga um það hvort það eigi ekki bara að loka öllu og fara að spyrja af hverju er verið að loka.

    “Árið 2019 þá létust 2.269 íslendingar. Árið 2020 hafa 10 látist af Covid. Gefum okkur að þessi fjöldi þrefaldist fyrir lok árs. Það myndu þá samtals 30 manns látast. Það þarf mjög mikið til þess að gerist,” segir Ragnar Gunnlaugsson tölvunarfræðingur, veltir vöngum og setur andlát af völdum Covid í samhengi við andlát á Íslandi almennt með vísan í tölur í gagnagrunni Landlæknis og heldur áfram:

    “Árið 2019 þá létust: + 170 úr sjúkdómum í öndunarfærum (þarf af 60 úr lungnabólgu sem er þá líklega allt flokkað sem Covid 2020) + 96 úr “óhöppum” þar af 24 úr óhappafalli. + 39 út af sjálfsvígum Það er áhugavert að hugsa um það hvernig tölur um fólk með einkenni í öndunarfærum (ekki andlát) hefðu verið t.d. árið 2019 ef við hefðum mælt 1% þjóðarinnar fyrir einkennum, á hverjum degi, óháð því hvort að fólkið væri með einkenni eða ekki (eins og við gerum í Covid mælingum) Svona samanburður er náttúrulega aldrei sanngjarn. Það þarf hins vegar að fara að setja tölur í eitthvað samhengi þegar við erum að ræða um hlutina. Íslenskir fjölmiðlar verða að hætta að spyrja bara spurninga um það hvort það eigi ekki bara að loka öllu og fara að spyrja af hverju er verið að loka. Hvaða tölur eru á bak við þessar ákvarðanir? Eru þær alvarlegar í samanburði við tölur fyrri ára? Ef við horfum fram hjá þeim sem hafa látist af völdum Covid hvaða gögn styðja við að stór hluti fólks sem fái Covid skaðist varanlega?”

    Auglýsing