“Hér við Kringlumýrarbraut hitti ég í kvöld ráðvillta hollenska kjarnafjölskyldu sem taldi að hún væri stödd í miðborginni,” segir Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður sem hefur nef fyrir hinu óvenjulega og tók fjölskylduna tali:
“Þau héldu að Laugarneskirkja væri Hallgrímskirkja (Big Church) og furðuðu sig á skorti á veitingastöðum í nærliggjandi götum, eftir að hafa þrætt þær.”