RÁÐIST Á BÍL Í KÓPAVOGI

Sara Magnúsdóttir og fjölskylda hennar á Þinghólsbrautt 33 í Kópavogi eru í áfalli eftir að ráðist var á bíl þeirra fyrir utan heimili þeirra og hann rispaður hátt og lágt og til allra hliða. Gerðist þetta um miðjan dag.

“Ef einhver hefur verið vitni að þessu vilji þið vera svo góð og hafa samband við okkur Bílinn er mjög illa farinn að innan sem utan og við fjölskyldan í áfalli,” segir Sara.

Auglýsing