RÁÐHERRAR SEM KUNNA EKKI AÐ TELJA

Samkomubann heitir þessi mynd Steina pípara.

Steini pípari sendir myndskeyti:

Boris, Bjarni og Steini pípari.

Þessa daganna eru breskir fjölmiðlar að fara á límingunum yfir að Boris Johnson, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, hafi haldið partí á heimili sínu við Downingstræti 10 í miðju samkomubanni.

Johnson þarf að hafa samband við Bjarna Ben og fá uppskrift að því hvernig sé best að snúa sér út úr svona vandræðum.

Eins og kjósendum er kunnugt lenti Bjarni í svipuðum aðstæðum en íslenski fjármálaráðherrann slapp fyrir horn með því að segjast ekki kunna að telja.

Johnson ætti að nota sömu rök og segja að hann hafi boðið örfáum og ekki kunnað að telja nema upp að tíu.

Auglýsing