PRESTUR MEÐ NÁLADOFA AF SKRIFFINSKU

    110 fermingarbörn, 35 útfarir, 25 brúðkaup, 50 skírnir - allt handskrifað.

    “Skal segja ykkur það – að það er árið 2021 og ég þarf að handskrifa upplýsingar um hverja einustu skírn, brúðkaup, fermingu og útför í embættisbækur sem liggja svo hér í skáp þar til þær fara á héraðsskjalasafn – afhverju er þetta ekki rafrænt?” spyr Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri og það með réttu:

    “Árið 2020: 110 fermingarbörn, 35 útfarir, 25 brúðkaup, 50 skírnir. Árið 2021: Náladofi í hendinni í tvær vikur.”

    Auglýsing