PÖNNUKÖKUMIX INNKALLAÐ – VARÚÐ!

    Þýska pönnukökumixið er organic, glútenfrítt og vegan - en allt kemur fyrir ekki.

    Heilsa ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Organic Pancake Mix frá Amisa.

    Aðskotaefni, svokölluð trópanbeiskjuefni (atrópín og skópalamín), hafa greinst yfir mörkum sem skilgreind eru í reglugerð.  Trópanbeiskjuefni finnast náttúrulega í ákveðnum tegundum plantna.

    Matvæli sem innihalda magn trópanbeiskjuefna yfir mörkum eru ekki örugg til neyslu og geta verið heilsuspillandi.

    Pönnukökumixið er framleitt í Þýsklandi og hefur verið dreift af Heilsu ehf. hér á landi í Fjarðarkaup, Melabúðinina, Heilsuhúsið Kringlunni, verslanir Samkaupa: Nettó og kjörbúðirna á Siglufirði og Djúpavogi.

    Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila til verslunarinnar þar sem hún var keypt.

    Auglýsing