POMPIDOU (107)

Pompidou og Nixon mæta á Kjarvalsstaði.

Georges Pompidou fyrrum forsætisráðherra og forseti Frakklands er afmælisbarn dagsins, hefði orðið 107 ára í dag. Pompidou kom til Íslands 1973 og fundaði með Richard Nixon þáverandi forseta Bandaríkjanna á Kjarvalsstöðum í skugga háværra mótmæla íslenskra vinstrisinna. Pompidou lést ári síðar, aðeins 62 ára að aldri. Við hann er hið víðfræga Pompidou listasafn í París kennt.

Auglýsing