PÓLSK EFTIRLAUN OG TÓMATAR

    Eldri hjón í Póllandi og pólskir tómatar - ferskir og góðir.

    Fréttaritari í Póllandi:

    Fyrir skömmu birtist hér frétt um að íslenskir tómatar kosti 499 krónur í Bónus á meðan þeir erlendu kosti 199 krónur á sama stað. Í Bialystok í Póllandi kostar sama magn af tómötum 157 krónur – ferskir og góðir.

    Pólskum neytendum finnst verðlag í landinu þó hafa hækkað óþægilega mikið og bitnar það ekki síst á eftirlaunaþegum. Pólverjar fara almennt á eftirlaun sextugir og fá þá 55-65.000 í lífeyri.

    Auglýsing