PIZZUR ÚR SJÁLFSALA NÆSTA ÆÐI

    Enginn starfsmaður, enginn launakostnaður...
    Víða erlendis er hægt að kaupa pizzur úr sjálfsala. Bara setja kort eða peninga í græjuna og eftir 3 mínútur birtist sjóðheit pizzan. Enginn starfsmaður, enginn launakostnaður. Græjan sér um vinnuna.
    Þar sem launakostnaður er stærsti útgjaldaliður allra fyrirtækja á Íslandi, þá verður þess varla langt að bíða að pizzasjálfsalar spretti upp eins og gorkúlur, enda er landinn óseðjandi þegar kemur að pizzum, jafnvel þó þær séu hvergi í heiminum dýrari. Nokkur fyrirtæki framleiða slíka sjálfsala og þá er bara að fá yfirdrátt í bankanum, pláss á góðum stað og panta. Til dæmis hjá þessum hér https://letspizza.com/
    Auglýsing