PÍRATI SÝNIR Á LAUGAVEGI

    “Ég hlakka til að sjá ykkur á fimmtudaginn nk. á Laugavegi 74 klukkan 17 til 20 – þegar að ég mun opna sýninguna mína RATLJÓS,” segir Sara Oskarsson Pírataforingi á Seltjarnarnesi og varaþingmaður þeirra.

    “Ég sýni um 40 málverk sem ég hef verið að mála á síðustu mánuðum eða síðan að faraldurinn tók heiminn heljargreipum. Ég hef verið að mála að meðaltali 10 til 14 tíma á dag, oftast 7 daga vikunnar. Svo sterkur hefur drifkrafturinn verið fyrir tjáningu og túlkun mína á striga á þessum viðsjárverðu tímum. Málverkin og sýningin eru framsetning mín og túlkun á heiminum og veröldinni, bæði innri og ytri á tímum heimsfaralds. Verið velkomin í list og menningu, spjall og bjór eða gos með 2 metra millibili á Laugaveginum á fimmtudaginn! ATH. Gætt verður að öllum tilmælum yfirvalda um fólksfjölda, hreinlæti og fjarlægðir á milli manna.”

    Auglýsing