PÍRATI OPNAR PÓLITÍSKAN SPORTBAR

    Ásta Guðrún ætlar að opna "sportbarinn" á afmælisdegi forsetans.

    Ásta Guðrún Helgadóttir fyrrum þingkona Pírata er að opna “pólitískan sportbar” á Laugavegi 51 þar sem áður var The Downtown Cafe & Bar. Nýi staðurinn, sem er í húsnæði föður þingkonunnar fyrrverandi, á að heita Forsetinn og stefnir Ásta Guðrún að því að geta opnað á afmælisdegi forsetans, Guðna Th. en hann verður 52 ára 26. júní, degi fyrir forsetakosningar þann 27. júní.

    “Þetta verður svona bistro þar sem fólk getur komið saman og talað um og fylgst með pólitík eins og gert er á sportbörum þar sem boltinn er að vísu í fyrirrúmi,” segir Ásta og brettir upp ermarnar.

    Auglýsing