PÍRATI Í KERFISFROSTI

    Borgarfulltrúinn og Leifsgata 28.

    Hægt gengur að fá samþykktar framkvæmdir sem að Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata ætlar að fara að fara í á Leifsgötu þar sem hún býr. Henni er haldið í frosti í borgarkefinu sem hún er kjörin til að stýra með öðrum. Svona lítur þetta út:

    “Dóra Björt Guðjónsdóttir, Leifsgata 28, 101 Reykjavík. Sótt er um leyfi til að breyta kvistum þannig að suður hluti þaks er hækkaður, tveimur kvistum bætt við norðurþekju og svalir stækkaðar auk þess sem sótt er um áðurgerðar breytingar á íbúð 0401 á húsi á lóð nr. 28 við Leifsgötu. Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 2 febrúar 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. mars 2021 fylgir erindi,   ásamt   umsögn   skipulagsfulltrúa   dags. 26.  mars   2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2021. Stækkun hús er:  XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 12.100. Frestað. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. mars 2021.”

    Auglýsing