PENINGANA EÐA LÍFIÐ!

  Lífið er leikur heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Mikið er rætt um það hvort rétt hafi verið að auka aðgengi ferðamanna hingað til landsins. Mjög margir eru á því að forsvarsmenn ferðaþjónustunnar hafi þrýst á stjórnvöld að opna landið. Það er engin launung að þeir hafi vakið athygli á stöðunni. Auðvitað hefur það haft áhrif. Stjórnvöld verða að meta kosti og galla einstakra sviðsmynda áður en þau taka ákvörðun. Allar ákvarðanir sem stóðu þeim til boða höfðu sína galla. Gjaldþrot heillar atvinnugreinar hefur gífurleg efnahagsleg áhrif. Menn sem missa vinnuna, geta misst húsin sín og heilsuna. Það getur líka haft dómínó áhrif til annarra fyrirtækja. Þrátt fyrri fjölmennar viðvarandi var tekin ákvörðun um að opna landið. Nú sjá menn afleiðingarnar af því.

  Steini pípari

  Skynsamlegra er að líta fram á veginn og spyrja hvert framhaldið verði. Er rétt að setja ferðatakmarkanir á aftur? Kári bendir á að við getum ráðið við eitt smit sem er að dreifa sér um landið. Verra væri ef þau yrðu mörg og sífellt væru að bætast ný við. Þess vegna spyr ég; er réttur tíminn núna að skella í lás? Hversu mikils virði er líf, lýðheilsa og velferð landsmanna?

  Auglýsing