Við kjötborðið í Melabúðinni sl. föstudag kl. 17:17:
—
– Ég ætla að fá lambalundir, svona 500 grömm.
– Við eigum ekki lambalundir.
– Ha?
– Allt búið, það eru að koma páskar, fólk er að hamstra lambið og það var litlu slátrað í haust.
– Ha?
– Ég veit ekki hvort við fáum meira. Kannski eftir helgi, veit það bara ekki.
– Ha?