PARÍSARTÍSKAN Í LYFJASTOFNUN

    Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar er dóttir Rúnu Guðmundsdóttur í Parísartískunni sem var þekkt kona í reykvísku bæjarlífi á sinni tíð. Þetta má sjá af glæsilegum klæðaburði Rúnu yngri í viðtölum nú. Loðkragar bleikir og fínerí. Eiginmaður Rúnu er Friðriks sem áður var í Melabúðinni en bæði eru þau miklir hlaupagikkir.

    Rúna í Parísartískunni var þrígift og er Rúna í Lyfjastofnun dóttir annars eiginmanns hennar, Hauks Hvannberg. Þriðji og síðasti eiginmaður Rúnu í Parísartískunni var svo Magnús Guðmundsson stórkaupmaður, faðir Jakobs Frímanns Magnússonar tónlistarmanns.

    Auglýsing