PARADÍS MAGGA TEXAS TIL SÖLU

  Meistarakokkurinn Maggi Texas, nú Maggi á Sjávarbarnum út á Granda, hefur sett sveitaparadís sína við Meðalsfellsvatn á sölu; tengd smáhýsi og jeppi og hjólhýsi fylgja. Verð: 38 milljónir. Svona er lýsingin:

  LÍTIL FERÐAÞJÓNUSTA TIL SÖLU
  – SÓLVELLIR VIÐ MEÐALFELLSVATN

  Um er að ræða þrjú hús, hjólhýsi og jeppa, ásamt öllum leyfum, kynningarefni og vef. Húsin eru við Meðalfellsvatn, Holtsgötu 2, aðeins 43 km frá Reykjavík. Reksturinn býður upp á skemmtilega möguleika sem hliðarbúgrein fyrir hjón eða einstaklinga. Feykilega góð nýting í maí-september og mjög ásættanleg aðra mánuði. Upplagt líka að að njóta sveitasælunnar og hafa að hluta til eigin nota.

  Gistileyfi er til staðar. Auk þess fylgir skráning á booking.com (Sólvellir Holiday Home), airbnb.com og bungalo.is, bókunarkerfi frá godo.is , einföld heimasíða,
  rentmeiniceland.is, og annar búnaður sem tengist rekstrinum. Hægt er að skoða allar viðkomandi skráningar á netinu.

  Heildarverð er 38.000.000 kr. Seljandi er opinn fyrir því að taka upp í eign á höfuðborgarsvæðinu, íbúðar- eða atvinnuhúsnæði.

  Hér fyrir neðan er nánari útlistun á eignunum:

  Sólvellir 1 – tvö hús
  Stærra húsið er um 45 m² og rúmar 6 manns.
  Björt stofa með fallegum svefnsófa.
  Í stofunni er flatskjár – gervihnattasjónvarp með yfir 200 rásum.
  Rúmgott eldhús með öllum helstu tækjum og búnaði – tveir ísskápar með stórum frysti, uppþvottavél og þvottavél.
  Baðherbergi með sturtu.
  Svefnherbergi með koju, tvíbreið sú neðri en efri einbreið.
  Stór verönd er kringum allt húsið með fallegu útsýni.

  Minna húsið er um 22 m² með svefnlofti sem rúmar 6 manns.
  Fyrir ofan er geymslurými fyrir rúmföt o.fl.
  Gufubað sem býður upp á frábæra leið til að slaka á.
  Geymsluhús, 8 m², með garðáhöldum grilli o.fl.

  Húsin tvö eru tengd saman með palli.

  Sólvellir 2
  Notalega innréttaður íbúðagámur, 28m² að stærð.
  Gott hjónarúm og svefnsófi fyrir tvö börn.
  Baðherbergi með sturtu.
  Fín eldunaraðstaða er í húsinu, örbylgjuofn, kaffivél o.fl.
  Flatskjár – gervihnattasjónvarp með yfir 200 rásum
  Grill-kola fyrir utan og góð verönd.

  Alls eru húsin um 103 m² og eru öll nýtt í ferðaþjónustu og leigð út sem þrjár einingar, saman eða í sitthvoru lagi.
  Lóðin er 2.300 m² leigulóð með stóru plani við húsin.
  Nýlögð hitaveita er í öllum húsum.

  Sólvellir 3
  Hjólhýsi af gerðinni Tabbert Da Vinci, árgerð 2007, með skráningarnúmerið YF 270.
  Það er staðsett á sömu lóð og húsin og er í dag leigt út sex mánuði á ári.
  Rúmar vel tvo fullorðna og tvö börn.

  Bifreið
  Ford Expediton 7 manna, fjórhjóladrifinn jeppi, árgerð 2004. Ekinn 130.000 mílur. Skráningarnúmer NV 239.

  ATH alvörutilboðum svarað – Magnús s.6965900

  Auglýsing