Fasteignatékk:
—
Mikils titrings er farið að gæta á fasteignamarkaði með ládeyðu sem lýsir sér í því að fólk heldur að sér höndum, hrætt við verkföll og ókomna tíð.
Ung hjón sem skoðuðu íbúð í miðbænum segja að hún hafi verið lækkuð um milljónir rétt á meðan þau gengu inn í hana.
Fasteignaeigendur eru farnir að bjóðast til þess að lána sjálfir hluta af kaupverði svo hægt sé að klára greiðslumat.
Vitað er að einstaklingur fékk 40 milljónir inn á reikning sinn lánaðar í tvo daga hjá bróður sínum til þess að komast í gegnum greiðslumat.
Mesti titringurinn virðist vera í miðbænum og í efri hverfum Breiðholts.