ÓÞOLANDI PAPPÍRSPOKAR

    Frá neytanda:

    Pappírspokarnir sem Krónan og Nettó selja undir innkaupin eru glataðir sem ruslapokar. Allt of háir, erfitt að henda í þá. Rúmast illa í ruslafötunum. Þola ekki neitt blautt, þá rifna þeir í sundur. Ekki hægt að þjappa, þá rifna þeir í sundur. Ekki hægt að loka.

    Þessar verslanir bjóða engan valkost, en það gera Bónus og Hagkaup sem eru með umhverfisvæna niðurbrjótanlega plastpoka sem eru miklu betri undir ruslið.

    Auglýsing