Ostabúðin á Skólavörðustíg, ein þekktasta sælkeraverslun Reykjavíkur með tilheyrandi og vinsælum veitingastað, lokaði í morgun öllum að óvörum. Viðskiptavinir komu að læstum dyrum þar sem tilkynning þess efnis hafði verið límd upp.
Ekki er vitað hvað olli en Ostabúðin á sér langa og farsæla sögu í hugum viðskiptavina:
“Kannski eru þetta kjarasamningarnir,” sagði einn sem fékk ekki ostinn sinn í dag.
“Eða túristarnir,” sagði annar en nóg var af þeim á Skólavörðustígnum í dag.