Fyrirtækið Mjallur ehf í eigu Össurs Hafþórssonar hefur sótt um að breyta Miðstræti 12 í sex íbúðir. Miðstræti 12, í hjarta borgarinnar, hefur hingað til verið atvinnuhúsnæði fyrir tannlæknastofu og annað.
—
Össur komst í fréttirnar þegar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið til að greiða hjónunum Össuri Hafþórssyni og Lindu Mjöll Hafþórsdóttur fjórar milljónir í skaðabætur fyrir að hafa verið handtekin og haldið í gæsluvarðhaldi frá fimmtudegi fram á mánudag. Þau voru eigendur húðflúrstofunnar Reykjavík Ink. Voru þau handtekin grunuð um að tengjast sprengjuárás á húðflúrstofunni Immortal Art í Dalshrauni þann 1. nóvember fyrir fjórum árum. Um var að ræða tívolíbombu sem var kastað inn um rúðu stofunnar með þeim afleiðingum að eldur kviknaði og stofan var gjöreyðilögð.