ÖSSUR VILL BREYTA MIÐSTRÆTI 12 Í SEX ÍBÚÐIR

    Fyrirtækið Mjallur ehf í eigu Össurs Hafþórssonar hefur sótt um að breyta Miðstræti 12 í sex íbúðir. Miðstræti 12, í hjarta borgarinnar, hefur hingað til verið atvinnuhúsnæði fyrir tannlæknastofu og annað.

    Össur komst í fréttirnar þegar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi  íslenska ríkið til að greiða hjónunum Össuri Hafþórssyni og Lindu Mjöll Hafþórsdóttur fjórar milljónir í skaðabætur fyrir að hafa verið handtekin og haldið í gæsluvarðhaldi frá fimmtudegi fram á mánudag. Þau voru eigendur húðflúrstofunnar Reykjavík Ink. Voru þau handtekin grunuð um að tengjast sprengjuárás á húðflúrstofunni Immortal Art í Dalshrauni þann 1. nóvember fyrir fjórum árum. Um var að ræða tívolíbombu sem var kastað inn um rúðu stofunnar með þeim afleiðingum að eldur kviknaði og stofan var gjöreyðilögð.

    Sjá hér.

    Auglýsing