ORRI VILL BREYTA LE BISTRO

Orri og Le Bistro á Lauagavegi.

Orri Páll Vilhjálmsson veitingastjóri og vinsæll barþjónn á Apotekinu í Posthússtræti vill breyta staðnum þar sem Le Bistro var áður á Laugavegi en hann lokaði í covidkófinu. Le Bistro sér­hæfði sig í frönsk­um mat og hafði verið rek­inn við góðan orðstír í sjö ár. Kerfisbréfið sem að Orri sendi til byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar fékk þessa meðferð:

“Orri Páll Vilhjálmsson, Hverfisgata 70A, 101 Reykjavík. Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi veitingahúss í húsi nr. 12 á lóð nr. 12 við Laugaveg. Gjald kr.12.100. Frestað. Vísað til athugasemda.”

Auglýsing