OPINBER GRÓÐUREYÐING Í PORTI

    Ingibjörg og gróðurinn sem hvarf.

    “Kemst enn ekki yfir það hvað það var yndislegt af Reykjavík City að fella einhver 14 tré við húsið mitt, henda svo niður tveimur hríslum og kallað það “að viðhalda grænu svæði,” segir Ingibjörg Andrea Hallgrímsdóttir.

    “Þetta er Nýlendugata/Norðurstígur austan við Ægisgötu. Það er allt svo strípað núna og svartþrestirnir ekki jafn duglegir að kíkja við. Það var ein ösp fjarlægð, en eins og sést voru öll birkitrén milli bláa og gráa hússins fjarlægð af borginni – skiljum enn ekki af hverju, ekki neinn hér í portinu. Allir sem komu að þessu verki lofuðu að þetta myndi auka verðgildi eignanna okkar til muna – ok gott og vel, en datt einhverjum í hug að pæla hvort okkur liði vel eða værum ánægð? Ef við pælum ekki í peningum í tvær sek, takk.”

    Auglýsing