OPIÐ BRÉF TIL SKÚLA MOGENSEN

    Hannes Steindórsson fasteignasali hjá fasteignasölunni Lind í Kópavogi sendir Skúla Mogensen eiganda flugfélagsins WOW opið bréf og segir:

    “Kæri Skúli Mogensen. Ég er búinn að panta ferð með WOW til Spánar með konunni minni í nóvember. Það væri mjög leiðinlegt að komast ekki. Gætirðu hringt í Björgólf Thor og beðið hann um aur, las um daginn að hann ætti slatta til. Baráttukveðjur.”

    Auglýsing