ÓLYKT ÚR ÞVOTTAVÉL

Það er rosalega hvimleitt að taka úr þvottavélinni nýþvegin og illa lyktandi þvott. Ef að það er ólykt af þvottinum, eða úr þvottavélinni, er það merki þess að sveppur geti verið farinn að myndast. Sveppur (myglusveppur) þrífst á raka og safnast oft fyrir í sápuhólfum, gúmmíköntum og plastlögnum innanvert í þvottavélinni. Myglusveppur sem að myndast í þvottavél getur hæglega smitast milli tækja til dæmis úr þvottavél yfir í þurrkara.

Mildex Q myglueyðir
  1. Athugaðu hvort að það hefur myndast slím í sápuhólfi vélarinnar og/eða í þéttikanti þvottavélarinnar (dökkgrátt eða gulleitt slím).
  2. Ef að slím hefur myndast, taka sápuboxið út og hreinsa uppsafnaðar sápuleifar úr hólfinu.
  3. Úðið Mildex-Q myglueyðinum inn í sápuhólfið og í sápuboxið. Gott er að skrúbba sápuboxið vel og gangið frá sápuboxinu á sinn stað.
  4. Hreinsið þéttikantinn og glerið á þvottavélinni sama máta.
  5. Settu c.a. 3 -4 dl af Mildex-Q myglueyðinum beint inn í þvottavélina (hella beint inn í vélina).
  6. Stilltu þvottavélina á venjulegt prógramm 30-40°C og láta vélina í gang (vélin á að vera tóm). Þetta er gert til þess að Mildex-Q myglueyðirinn nái að fara um alla vélina og komast í snertingu við alla fleti.
  7. Því næst er best að stilla þvottavélina á suðuprógramm (mesta hita) má vera með eða án þvottar.

Það borgar sig að setja vélina á suðu reglulega með þvotti sem þolir það. Sápuhólfið sjálft fær ekki inn á sig hitann í suðuprógrammi og því þarf að þrífa það reglulega. Þar getur rakinn þést og sveppalífið kviknað aftur.

Auglýsing