OLSEN Í STAÐ HEIMIS?

    Sportdeildin:

    Menn eru farnir að spá í, fari svo að Heimir Hallgrímsson hætti  með knattspyrnulandslið Íslands eftir HM og taki við erlendu liði eða landsliði, hver verði eftirmaður hans.

    Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar en sá sem oftast er nefndur er Morten Olsen fyrrverandi landsliðsþjálfari Danmerkur. Morten Olsen  var landsliðsþjálfari Dana 2000-2015 og hefur enginn verið landliðsþjálfari Danmerkur  svo lengi. Hann hætti með liðið 2015. Áður hafði hann þjálfað meðal annars  Bröndby, Ajax  og Köln.

    Morten Olsen er maður með mikla reynslu líkt og Lars Lagerback og er sagður fylgjast vel með íslenska landsliðinu og íslenskri knattspyrnu.

    Auglýsing