ÖLL FJÖLSKYLDAN MISSTI VINNUNA

    Friðrik Ingi: Engar háðsglósur, verum málefnaleg.

    “Mig langar til að biðla til kollega minna, vina minna í boltanum ásamt unnendum körfubolta og íþrótta, almennt, að halda sig á málefnalegum nótum, háðsglósur í garð þeirra sem þurfa að standa í stafni á þessum erfiðu tímum er ekki að hjálpa, þvert á móti,” segir Friðrik Ingi Rúnarsson körfuboltaþjálfari um áratugaskeið.

    “Vonandi náum við sem  heild, sem hópur í sama liðinu að komast út úr þessu ástandi sem fyrst, margir sem eiga um sárt að binda, þekki af eigin raun að öll mín fjölskylda missti vinnur sínar, allar tengdar ferðaiðnaðinum. Fjölmargir aðrir í sömu sporum. Þetta er erfitt en verum málefnaleg.”

    Auglýsing