Steini pípari sendir myndskeyti:
–

Misjafnt hafast menn að á Norður eða á Suðurlandi. Annars vegar Sigurður Ingi framsóknarforingi í Hrunamannahreppi eða Páll heitinn Pétursson bóndi á Höllustöðum í Blöndudal.
Í ráðherratíð Höllustaðabóndans lagði hann fram tillögu á Alþingi um lengingu húsnæðislána í 40 ár. Sem átti að leysa allan lána vanda íbúðakaupenda að hans sögn.
29. maí 1995 samþykkti alþingi þessi lán sem strax ollu hækkun ávöxtunarkröfu um allt að 0,5 % og í kjölfarið mikil vanskil við Húsnæðisstofnun ríkisins sem allir þekkja.
Nákvæmlega 28 árum síðar segir Sigurður Ingi: „Í mínum huga kemur vel til greina að banna 40 ára verðtryggð lán.“ Þannig muni verðtryggingin hverfa þegar stöðugleiki verður kominn í hagkerfið.

Öllum er ljóst að íslenskt hagkerfi er eins og íslensk veðrátta og hefur alltaf verið. Hvað hefur breyst? Eina sen hefur tekið breytingum er sýndarheimur ráðherra sem birstist í glæsilegum glærusýningum.
Síðustu 30 árin hefur Framsóknarflokkurinn nánast alfarið verið með byggingarmál húsnæðis á sinni könnu og hvergi í heiminum er til flóknara regluverk. Nægir að nefna byggingarreglugerðina sem dæmi.
Guð blessi Ísland.