ÓLI ÍS TIL GRINDAVÍKUR Á ÖSKUDAGINN

  Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins verður í milliðalausi spjalli við morgungesti veitingahússins Bryggjan í Grindavík klukkan 9:00 á miðvikudaginn – öskudag.

  “Milliliðalaust” heitir regluleg uppákoma á Bryggjunni en þar sitja framámenn alls konar fyrir svörum heimamanna yfir morgunkaffinu og fetar Ólafur Ísleifsson þarna í spor ekki minni manna en Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs.

  Veitingarnar á Bryggjunni eru hátt skrifaðar bæði hjá heimamönnum og túristum.

  Mikil menningarstarfsemi fer fram á Bryggjunni sem er vel sóttur af Grindvíkingum og að auki hátt skrifaður á TripAdvisor og þá ekki síst fyrir humarsúpuna sem túristar elska í bland við útsýnið yfir höfnina og hafið.

  Önnur Bryggjufrétt frá Grindavík.

  Auglýsing