“Ég er daðra við þá von að gefa Plássinu pláss aftur. Það er svo margt fólk og margskonar málefni sem mig langar að fjalla um,” segir Olga Björt Þórðar eigandi Plássins, hlaðvarps Hafnfirðinga:
“Ég bið um ábendingar um mánaðarlega styrki. Það þurfa ekki endilega bara að vera hafnfirsk fyrirtæki því Plássið verður á landsvísu. Fyrir þau sem ekki vita þá er ég með BA í íslensku og MA í blaða- og fréttamennsku og 14 ára starfsreynslu í fjölmiðlum, aðallega sem blaðamaður og ritstjóri.”