ÖLFUS TOPPAR PARÍS

    Fram hefur komið að Elliði Vignisson, nýfallinn bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sé með hálfa aðra milljón á mánuði sem nýráðinn bæjarstjóri í Ölfusi. Það er meira en Anne Hidalgo borgarstjóri Parísar fær.

    Um þetta segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor:

    Þórólfur hagfræðiprófessor.

    “Mér þykir liklegt að hreppsnefndin í Ölfusi meti það svo að Elliði muni í krafti “sannfæringarkrafts síns” (lesist flokkstengsla og landsþekktrar ýtni) færa sveitarfélaginu a.m.k. 1 milljón á mánuði umfram það sem “hefðbundinn” sveitarstjóri myndi gera. Lesendur geta giskað á líklegan uppruna þessara aukamilljóna sem hreppsnefndin ætlar með þessum hætti að hreppa, en fyrsti stafurinn byrjar á “ríkissjóður”.

    Auglýsing