ÓLAFUR JÓHANN Í SIGTINU HJÁ SÝN

  Búið er að sparka Stefáni Sigurðssyni sem forstjóra Sýnar, áður Vodafone þangað til Jóni Ásgeiri og co. tókst að selja ljósvakahluta 365 miðla þar inn og úr varð Sýn með Stöð 2, Bylgjunni, Vísi ofl. – með tilheyrandi áhrifum.

  Sú umbreyting hefur ekki gengið sem skyldi, er ástæða uppsagnar Stefáns og er því leitað að nýjum forstjóra.

  Heitasti kosturinn er Ólafur Jóhann Ólafsson, íslenskur rithöfundur og heimsþekktur stjórnandi í amerískum afþreyingariðnaði um áratugaskeið sem kannski langar heim eftir langa útivist; kominn langt á sextugsaldur.

  Væri það mjög í anda Jóns Ásgeir og co. að koma þannig aftur inn sem ráðandi afl í íslenskan fjölmiðlaheim sem um tíma virtist vera að renna því viðskiptafli úr greipum.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…