ÓHUGNANLEG MINNING DAGBJARTAR

    Dagbjört og ógnandi maðurinn.

    “Í gær 8. febrúar 2022 var eitt ár liðið frá því ég varð vitni að ógnandi tilburðum og hótunum af hendi fullorðins manns í garð barns kl.15.30 á horni Lækjargötu og Vonarstrætis,” segir Dagbjört Hákonardóttir persónuvernadarfulltrúi Reykjavikurborgar:

    “Afleiðingin var sú að hann kýldi mig niður og rændi af mér síma, en ég náði þó þessari “fallegu” mynd. Guð blessi iCloud. Símanum henti hann út á Tjörn sem var ísilögð. Sem auðvitað smallaðist, en eiginmaðurinn sótti hann á vöðlum. Fullt af myndavélum, en engar í gangi. Einhver persónuverndarsjónarmið. Þetta er barnið á myndinni sem hann var að ógna.”

    Auglýsing