ÓGELTUR FRESSKÖTTUR GERIR USLA Í GRAFARVOGI

    Sóley og kötturinn ógurlegi.

    “Þessi stóri svarti köttur hefur verið að halda til í Borgunum og hjólar ítrekað í alla ketti hverfisins. Þetta er algjörlega óásættanlegt þar sem hver kötturinn á fætur öðrum kemur slasaður og tættur heim til sín. Miðað við hegðun hallast ég að því að þetta sé ógelt fress,” segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir íbúi í Grafarvogi.

    “Þetta er algjörlega óboðlegt og ég vil því biðja eiganda þessa kattar um að halda honum inni. Hann hefur ítrekað hjólað í kettina okkar sem koma með okkur í göngutúra þegar hundurinn er viðraður. Hann tætir bæði á eftir geldum fressum og læðum og eltir þau meira að segja inn á pall. Ef einhver þekkir til eiganda má koma þessum skilaboðum áleiðis.”

    Auglýsing