ÓFRÍÐ Í GRÆÐGINNI Á ÖSKUDEGI

"Við höfum náttúrlega öll verið börn og við vitum að börn eru leiðinleg."

“Þetta er óþolandi,” segir myndlistamaðurinn Jón Óskar um Öskudaginn þegar börn hlaupa á milli fyrirtækja, syngjandi, skrækjandi að sníkja nammi. Jón Óskar rak kaffihús á árum áður og heldur áfram:

“Þegar ég var með Gráa köttinn fyrsta árið tók ég á móti þeim með gotteríi og rugli, og fékk nóg. Krakkarnir voru yfirsykraðir, sungu frekjulega og hratt, og voru hreinlega ófríð í græðginni. Æ síðan henti ég þeim út og sagði þeim að þau væru frek, ljót, leiðinleg og full feit fyrir minn smekk. Það tók mig fimm ár að losna við þau. Við höfum náttúrlega öll verið börn og við vitum að börn eru leiðinleg. Sjálfur var ég svakalegur; setti upp sykurbros, blikkandi augu og bað um meira.”

Auglýsing