NÝTT MERKI!

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (XO) hefur látið hanna merki fyrir sig,
sjá meðfylgjandi mynd.

Merkið er í höfuðlitunum, einfalt og stílhreint. Rauður og blár kross
fyrir framan gulan og grænan hring á hvítum bakgrunni. Þýðir merkið
einfaldlega litróf hins pólitíska landslags, enda er flokkurinn
breiðfylking fólks með mismunandi pólitískar skoðanir.

Flokkurinn mun berjast gegn spillingu. Við viljum efla beint lýðræði
og nota þjóðaratkvæðagreiðslur í mikilvægum málum.

Einstaklingsfrelsi er lykillinn að gæfu þjóðarinnar ásamt lágum
sköttum, friðsömum og haftalausum milliríkjaviðskiptum, frjálsri
samkeppni og sem minnstum ríkisafskiptum.

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn getur unnið með öllum flokkum á
Alþingi sem vilja betra Ísland.

Auglýsing