Björgólfur Jóhannsson stjórnarformaður Íslandsstofu hefur tekið við sem forstjóri Samherja eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson dró sig í hlé eftir Namibíuskandalinn. Björgólfur er sjóaður í sjávarútvegsviðskiptum eftir að hafa stýrt Síldarvinnslunni á Neskaupstað, svo ekki sé minnst á Icelandair, og þeir Þorsteinn Már hafa ruglað saman reitum sínum áður – sjá hér.
En hvað er Íslandsstofa?
Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífsins og stjórnvalda og hefur það hlutverk að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með þróttmiklu starfi í þágu íslenskra útflutningsgreina.