“Bara notuð einu sinni,” segir kvikmyndagerðarmaðurinn Fahad Jabali, sem auglýsir forláta líkkistu til sölu í fésbókarhópnum Kvikmyndagerðarfólk.
Áður en einhver fer að spá í hvernig ilmkerti slái á nályktina, þá er rétt að taka fram að líkkistan var – eins og gefur að skilja – notuð sem leikmunur í bíómynd. Ekki til að jarðsetja neinn.
Sjálfsagt má nota líkkistuna í einhverja aðra bíómynd með jarðarför. Eru ekki jarðarfarir í öllum íslenskum bíómyndum? En ekki síður gæti þessi forláta líkkista sómt sér vel í stofunni hjá einhverjum og þótt áhugavert umræðuefni. Einnig er kjörið að setja hana í gestaherbergið í staðinn fyrir gamla þreytta svefnsófann. Kannski að tengamamma hætti þá alveg að koma til að gista…