NEYÐARNÚMERIÐ ER 118 Í BORGARNESI

  Myndarlegur slökkviliðsbíll stendur í miðbæ Borgarness, eldrauður eins og vera ber og með blá ljós á toppnum. En hætt er við að lítið gagn verði að honum ef hringt er í neyðarnúmerið sem gefið er upp utan á bílnum – 118. Þar svarar enginn. Svo má líka velta fyrir sér hvort allir átti sig á því að “Feuerwehr” er slökkvilið á þýsku.

  Þegar betur er að gáð er bíllinn ekki á númerum og hefur klárlega verið keyptur notaður í Þýskalandi til að breyta honum til annarra nota en slökkva elda.

  Straumur er af þýskum ferðamönnum í Borgarnesi og ekki að efa að þeim þykir mikið til koma að slökkvilið staðarins sé merkt á þýsku í bak og fyrir – og það meira að segja með þýsku neyðarnúmeri sem fyrir löngu er hætt að nota.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinLAG DAGSINS
  Næsta greinSVART SVÍNARÍ