NETVERSLUN KRÓNUNNAR UNDIR SMÁSJÁ

    “Netverslun Krónunnar var of góð til að vera sönn. Heimsending enn frí en nýtt og betra þjónustugjald fyrir að panta! Kveðja úr úthverfunum,” segir Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður.

    Freyja Steingrímsdóttir leggur orð í belg: “Upphæðin fyrir “fríu” heimsendinguna hefur auk þess hækkað um 3000 krónur og það virðist vera lengri bið eftir heimsendingu.”

    Júlía Margrét Alexandersdóttir er hins vegar ágætlega sátt: “Er að raða í körfuna núna. Þetta eru 399 krónur þjónustugjald fyrir heimsendinguna, bensín í keyra heim og bera upp til mín – læt það nú vera.”

    Auglýsing